Vantar þig aðstoð?
Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð með Facebook, WordPress, auglýsingar, ljósmyndavinnslu eða vefsíðugerð? Langar þig að virkja Facebook-síðuna þína betur og ná fleiri heimsóknum inn á heimasíðuna? Ertu í vandræðum með WordPress-síðuna og vantar aðstoð við að komast yfir erfiðasta hjallinn? Eða ertu að íhuga að setja auglýsingar á Google og/eða Facebook og vilt nýta aurinn sem best?

WordPress vefsíðugerð og vefsíðuhönnun
Er sölukerfið á vefsíðnni ekki að selja? Birgir veitir ráðgjöf um hvernig hægt sé að bæta vefsíðuna og fjölga heimsóknum með leitarvélabestun. Hafðu samband ef þú ert í vanda sem þú vilt ræða.

Facebook
Fær Facebook-síðan ekki nógu margar heimsóknir? Facebook er mikilvægur miðill sem hægt er að nýta á öflugan hátt til að kynna vörur og selja. Hægt er m.a. að tengja Facebook við sölukerfi á vefsíðu fyrirtækisins. Ef þú vilt aðstoð eða ráðleggingar er um að gera að hafa samband.

Auglýsingar á Google og Facebook.
Langar þig að auglýsa á Google eða Facebook en veist ekki hver næstu skref eru og vilt síður stíga feilspor? Hafðu þá samband og fáðu ráðgjöf um hvernig hægt er að auglýsa á Google og mæla árangurinn.

Ljósmyndavinnsla til birtingar í kynningarefni
Ljósmyndir er mikilvægur hluti af öllu kynningarefni, hvort sem það er birting á vefsíðu, í auglýsingum eða til að skreyta veggi fyrirtækja. Allar ljósmyndir þarf að vinna og laga til, hvort sem þær eru stafrænar eða teknar á filmu. Vel unnin ljósmynd á vefsíðu grípur áhorfandann fyrr og vekur áhuga. Birgir tekur að sér að vinna ljósmyndir til birtinga fyrir vefsíðu eða á prenti. Hafðu samband og fáðu tilboð.