GIMP ljósmyndaforritið (grunnur)
GIMP býður upp á öflugt myndvinnsluforrit með tólum sem eru sambærileg við Adobe Photoshop að frádregnum dýrum leyfisgjöldum. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á myndvinnsluforritinu GIMP.
Frekari upplýsingar.

GIMP og RAW Therapee
Sambærilegt námskeið og að ofan en að auki er kennt á Raw Therapee. Raw Therapee vinnur úr hráskjölum úr stafrænum myndavélum.
Frekari upplýsingar.

Scribus umbrotsforritið (grunnur)
Scribus er frjálst og ókeypis umbrotsforrit líkt og Adobe Indesign og er raunhæfur valkostur fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja hanna sitt eigið kynningarefni, auglýsingar, bæklinga eða bækur. Þar sem Scribus er frjálst og ókeypis forrit þarf ekki að  borga dýr leyfisgjöld.
Frekari upplýsingar

Námskeið fyrir fyrirtæki
Ég kenni einnig styttri og lengri námskeið í ljósmyndun og vinnslu ljósmynda fyrir fyrirtæki. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.