GIMP býður upp á öflugt myndvinnsluforrit með tólum sem eru sambærileg við Adobe Photoshop að frádregnum dýrum leyfisgjöldum. RAW Therapee er sambærilegt við Adobe Lightroom.

RAW Therapee forritið í vinnslu
RAW Therapee forritið í vinnslu

Námskeiðið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja læra grunnatriði myndvinnslu í Gimp ljósmyndaforritinu og notkun á RAW Therapee.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Vinnslu hráskjala úr stafrænum myndum í RAW Therapee
  • Vinnsla ljósmynda í GIMP eftir vinnslu í RAW Therapee
  • Muninn á myndum til birtingar á prenti og fyrir heimasíðu
  • Farið er yfir notkun Curves, Levels og skerpun
  • Farið yfir notkun á „layers“
  • Vinnsla portrait og landslags ljósmynda
  • Frágangur mynda og vistun hráskjala

GIMP og RAW Therapee forritin eru ókeypis
Hægt er að sækja ljósmyndaforritið ókeypis á heimasíðunni www.gimp.org og  RAW therapee er að finna rawtherapee.com og eru þau fáanleg fyrir Linux, Windows og Mac. Þátttakendur þurfa að koma með fartölvu með GIMP og RAW Therapee uppsett.

Lengd: 15 klst.
Verð: 25.500 kr.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda.