Að takast á við ógnandi hegðun skjólstæðinga: Hvað á ég að segja? Hvernig verð ég öruggari? Hvernig hegða ég mér?

Á námskeiðinu er farið yfir hagnýt atriði sem auka öryggi starfsfólks þegar um ógnandi skjólstæðing eða viðskiptavin er að ræða. Markmið námskeiðsins er að gera fólk meðvitaðra um eigið öryggi í slíkum aðstæðum og hvernig er best að bregðast við í tali og háttum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Öruggt umhverfi.
  • Hvernig á að bregðast við í tali og háttum til að róa ógnandi einstakling.
  • Leiðir til að draga úr spennu

Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum þeim sem geta lent í aðstæðum þar sem viðskiptavinur, skjólstæðingur, þjónustunotandi eða nemandi sýnir ógnandi hegðun eða hótar að beita ofbeldi.

Námskeiðið er frá 3-6 kennslustundum.  Hafðu samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar.