Frjáls hugbúnaður – Glötuð tækifæri eða glataður hugbúnaður.
Þegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör.
Frjáls hugbúnaður á ekki alveg við okkur þar sem flestir í okkar umhverfi eru ekki í neinni aðstöðu að fá að velja þann hugbúnað sem við notum eða hafa einhver áhrif á val forrita sem í boði eru.