Frjáls hugbúnaður, er það ekki bara vesen?

Nú þegar fyrirtæki eins og Microsoft og Adobe farin að selja sína vörur með áskriftaleið þá eru fyrirtæki og einstaklingar farin að skoða hvort það séu ekki til aðrir valkostir. Einn kostur sem hægt er reyna til að ná aukinni hagræðingu er að færa tölvubúnað úr dýrum leyfisskyldum hugbúnaði yfir í frjálsan (ókeypis) og opinn hugbúnað.

Frjáls hugbúnaður – Glötuð tækifæri eða glataður hugbúnaður.

Þegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör.

Frjáls hugbúnaður á ekki alveg við okkur þar sem flestir í okkar umhverfi eru ekki í neinni aðstöðu að fá að velja þann hugbúnað sem við notum eða hafa einhver áhrif á val forrita sem í boði eru.