Námskeiðslýsing

Á þessu námskeiði verður farið í gerð áhættumats fyrir einstaklinga í þjónustu stofnanna. Sérstaklega er farið yfir þá áhættu sem skapast getur sökum fötlunar eða utanaðkomandi þátta sem verður til þess að þjónustunotandi eða starfsmaður eigi hættu á að slasast. Að loknu námskeiði munu þátttakendur hafa verkfæri og tól til að fara í gegnum áhættumat fyrir skjólstæðinga sem eru í þjónustu hjá þeim. Námskeiðið verður í formi fyrirlestrar og verklegra æfinga. Einnig verður drukkið heilmikið af kaffi.

Fyrir hverja?

Alla sem eru að aðstoða fólk með sértækar þarfir eða þar sem sértæk áhætta er til staðar og þá sem vilja greina með skipulögðum hætti áhættu og draga úr henni með viðeigandi aðgerðum.

Skjöl:

Glærur: