Ostel sip sími. Ódýrari símtöl

Hvað getur komið í staðin fyrir Skype

Microsoft keypti Skype árið 2011 og síðan þá eru skjalfest tilvik þar sem m.a.  Skype hefur afhent gögn til þriðja aðila án dómsúrskurðar. Skype virðist jafnframt lesa skilaboðinn sem send eru í gegnu samskiptaforritið. Það ætti því að vera nokkuð ljóst og persónuvernd er ekki ofarlega á lista Microsoft fyrir notendur Skype. Er þá ekki um að gera að skoða önnur forrit sem leyst geta Skype af hólmi.

Það versta er að engin sem ég þekki var til í að skipta út Skype og sýna stóra bróðir puttann. Þrátt fyrir augljósa litla virðing fyrir Skype notendum hjá Microsoft þá reyndist það mér þrautinni þyngri að sannfæra fólk um betri lausn. Auk þess sem margir eru ekki daglega að nota Skype og velta þessu því lítið fyrir sér. En það er annað sem angrar mig meira en meðferð Microsoft á persónu upplýsingum en það eru  er mínúturgjöld símfyrirtækja

Öll símafyrirtækin rukka samkvæmt 60/60 reglunni. Það er að segja  þú hringir 10 sek símtal og borgar upphafsgjald og hverja byrjaða mínútu. Tíu sekúnda símtal kostar hjá mínu símafyrirtæki 29.8 kr óháð því hvort símtalið er 10 sekúndur eða 59. þegar ég fæ símreikninginn sé ég hversu margar mínútur ég hringdi og svo til hliðar þær mínútur sem rukkað var fyrir og eru þær ávallt fleiri mínútur en ég notaði. Með 60/60 reglunni er ég að borga fleiri mínútur en ég nota í raun. Í hnotskurn þá er símareikningurinn 15-20% dýrari en ef um væri að ræða sekúndu mælingu.

Hér býðst því einstakt tækifæri til að sýna umræddum fyrirtækjum puttann með því að nota aðra samskiptalausn í farsímanum en hefðbundið símtal.  Bara ekki nota Skype. Hér hefst því greinin um aðrar frjálsar og opnar lausnir í stað Skype.

Ekiga – Frjáls og opin VoIP
Ekiga er Voice Over IP alveg eins og Skype. Til að nota Ekiga í stað Skype fer maður á ekiga.net og býr til ókeypis SIP addressu sem er eins og netfang. T.d. er ég birgirfreyr@ekiga.net. Þá er hægt að hringja í mig með SIP hugbúnaði eða sækja Ekiga forritið sem er afar notendavænt og þægilegt í uppsetningu. Einnig er hægt að sækja SIP hugbúnað í android og Iphone og setja upp Ekiga netfangið/símanúmerið og tekið á móti og hringt símtölum í aðra SIP notendur með farsímanum.

Ostel.co – Dulkóðað símtal
Svo er annar valkostur sem heitir Ostel.co og býður upp á alveg það sama og Ekiga nema að símtalið er dulkóðað sem gerir þriðja aðila ókleyft (líklega) að hlera samtalið. Dulkóðunin á sér stað á milli símtækjanna tveggja. Það er mjög einfalt að búa til ostel netfang/símanúmer með því að fara á ostel.co og skrá sig, búa til notanda nafn og setja svo upp SIP forrit í síman eins og t.d. CsipSimple sem er ókeypis og þægilegt. Mitt símanúmer hjá ostel er birgir@ostel.co. Einnig er hægt að sækja Jitsi forritið í Windows og Makka tölvur og setja upp nýja SIP símanúmerinu/netfangið og hringja í vini úr tölvunni alveg eins og gert er með Skype.

En hvernig eru talgæðin? Ekiga virtist ekki vera eins stöðugt og ég vonaðist en það var mjög auðvelt að setja upp Ekiga forritið í tölvuna og ég gat hringt á milli. Það virtist þó oftar vera eitthvað “bögg” að nota það. Stundum var ekki hægt að hringja aftur eftir stutt símtal. Borið saman við Ostel þá virðist Ostel vera stöðugara og skila aðeins betri gæðum og niðurstaðan mín var að ostel.co sé betri kostur. Hvort sem fólk notar Ekiga eða ostel þá er hægt að senda textaskilaboð í gegnum Ekiga og ostel í Jitsí forritinu og CsipSimple.

Ef ég gæti fengið alla mína vini og ættingja að skipta yfir í Ostel.co þá gæti ég hringt í þá og ekki borgað mínútugjöld. Flestir eru stöðugt tengdir við Wifi í vinnu og heima og mikill sparnaður yrði í símakostnaði ef fólk myndi hringja  í gegnum Ostel eða Ekiga. Jafnvel þegar notað er farsíma gögn er ódýrara að hringja 10 mínútna símtal í gegnum Ostel.co og borga fyrir gagnamagnið (miðað við mína útreikninga og verðskrá hjá Símafélaginu) heldur en að hringja hefðbundið símtal í gegnum farsímakerfið.

Eigum við ekki öll að færa okkur yfir?