Hvað er hægt að gera með frjálsum hugbúnaði?

Fyrirtæki sem búa til hugbúnað og selja afurðina setja talsverða fjármuni í auglýsingar sem tryggir þeim aukna sölu. Því er sem dæmi stimplað inn í huga okkar að við notum photoshop til að laga ljósmyndir  en vitum ekkert af ókeypis ljósmyndaforritinu Gimp.  Það notar engin hugtakið að ,,gimpa ljósmyndina” en að ,,photoshoppa” ljósmynd vita allir hvað átt er við. Á bak við frjálsan hugbúnað er sjaldnast fjárhagslega sterkt fyrirtæki sem hefur hag að því að auglýsa hugbúnaðinn með það að markmiði að hagnast. En hvað er hægt að gera með frjálsum hugbúnaði? Hér að neðan eru nokkur dæmi, myndbönd og áhugaverða tengla á greinar sem sýna hvað hægt er að gera t.d. í Blender (3d teikniforrit) og öðrum frjálsum hugbúnaði. Einnig eru tenglar á fyrirtæki sem nota frjálsan hugbúnað í sínu starfi.

Blender 3d teikniforrit
Hér er ,,demo” sem sýnir hvað hægt er að gera með þrívíddar teikniforritinu Blender .

Hér er ein áhugaverð stuttmynd sem gerð var í Blender:

Auglýsingaskrifstofan Miðstræti notar Blender fyrir alla 3D vinnslu.  Hér að finna myndbönd sem Hjalti Hjálmarsson hefur gert í Blender.

Önnur áhugaverð auglýsing gerð í Blender.

Gimp Magazine er ókeypis tímarti sem unnið er í Scribus og Gimp.  Meira á http://gimpmagazine.org/

FullCircleMagazine.org er frjálst og ókeypis tímarit gefið út undir creative commons leyfi. Tímaritið er allt unnið með frjálsum hugbúnaði og kemur út mánaðarlega.

 

Áhugaverðir tenglar

Creative Commons License
Hvað er hægt að gera með frjálsum hugbúnaði? is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.
Permissions beyond the scope of this license may be available at birgir.org.