Hvað getur komið í staðin fyrir Skype

Microsoft keypti Skype árið 2011 og síðan þá eru skjalfest tilvik þar sem m.a.  Skype hefur afhent gögn til þriðja aðila án dómsúrskurðar. Skype virðist jafnframt lesa skilaboðinn sem send eru í gegnu samskiptaforritið. Það ætti því að vera nokkuð ljóst og persónuvernd er ekki ofarlega á lista Microsoft fyrir notendur Skype. Er þá ekki um að gera að skoða önnur forrit sem leyst geta Skype af hólmi.

Það versta er að engin sem ég þekki var til í að skipta út Skype og sýna stóra bróðir puttann. Þrátt fyrir augljósa litla virðing fyrir Skype notendum hjá Microsoft þá reyndist það mér þrautinni þyngri að sannfæra fólk um betri lausn. Auk þess sem margir eru ekki daglega að nota Skype og velta þessu því lítið fyrir sér. En það er annað sem angrar mig meira en meðferð Microsoft á persónu upplýsingum en það eru  er mínúturgjöld símfyrirtækja

Öll símafyrirtækin rukka samkvæmt 60/60 reglunni. Það er að segja  þú hringir 10 sek símtal og borgar upphafsgjald og hverja byrjaða mínútu. Tíu sekúnda símtal kostar hjá mínu símafyrirtæki 29.8 kr óháð því hvort símtalið er 10 sekúndur eða 59. þegar ég fæ símreikninginn sé ég hversu margar mínútur ég hringdi og svo til hliðar þær mínútur sem rukkað var fyrir og eru þær ávallt fleiri mínútur en ég notaði. Með 60/60 reglunni er ég að borga fleiri mínútur en ég nota í raun. Í hnotskurn þá er símareikningurinn 15-20% dýrari en ef um væri að ræða sekúndu mælingu.

Hér býðst því einstakt tækifæri til að sýna umræddum fyrirtækjum puttann með því að nota aðra samskiptalausn í farsímanum en hefðbundið símtal.  Bara ekki nota Skype. Hér hefst því greinin um aðrar frjálsar og opnar lausnir í stað Skype.

Ekiga – Frjáls og opin VoIP
Ekiga er Voice Over IP alveg eins og Skype. Til að nota Ekiga í stað Skype fer maður á ekiga.net og býr til ókeypis SIP addressu sem er eins og netfang. T.d. er ég birgirfreyr@ekiga.net. Þá er hægt að hringja í mig með SIP hugbúnaði eða sækja Ekiga forritið sem er afar notendavænt og þægilegt í uppsetningu. Einnig er hægt að sækja SIP hugbúnað í android og Iphone og setja upp Ekiga netfangið/símanúmerið og tekið á móti og hringt símtölum í aðra SIP notendur með farsímanum.

Ostel.co – Dulkóðað símtal
Svo er annar valkostur sem heitir Ostel.co og býður upp á alveg það sama og Ekiga nema að símtalið er dulkóðað sem gerir þriðja aðila ókleyft (líklega) að hlera samtalið. Dulkóðunin á sér stað á milli símtækjanna tveggja. Það er mjög einfalt að búa til ostel netfang/símanúmer með því að fara á ostel.co og skrá sig, búa til notanda nafn og setja svo upp SIP forrit í síman eins og t.d. CsipSimple sem er ókeypis og þægilegt. Mitt símanúmer hjá ostel er birgir@ostel.co. Einnig er hægt að sækja Jitsi forritið í Windows og Makka tölvur og setja upp nýja SIP símanúmerinu/netfangið og hringja í vini úr tölvunni alveg eins og gert er með Skype.

En hvernig eru talgæðin? Ekiga virtist ekki vera eins stöðugt og ég vonaðist en það var mjög auðvelt að setja upp Ekiga forritið í tölvuna og ég gat hringt á milli. Það virtist þó oftar vera eitthvað “bögg” að nota það. Stundum var ekki hægt að hringja aftur eftir stutt símtal. Borið saman við Ostel þá virðist Ostel vera stöðugara og skila aðeins betri gæðum og niðurstaðan mín var að ostel.co sé betri kostur. Hvort sem fólk notar Ekiga eða ostel þá er hægt að senda textaskilaboð í gegnum Ekiga og ostel í Jitsí forritinu og CsipSimple.

Ef ég gæti fengið alla mína vini og ættingja að skipta yfir í Ostel.co þá gæti ég hringt í þá og ekki borgað mínútugjöld. Flestir eru stöðugt tengdir við Wifi í vinnu og heima og mikill sparnaður yrði í símakostnaði ef fólk myndi hringja  í gegnum Ostel eða Ekiga. Jafnvel þegar notað er farsíma gögn er ódýrara að hringja 10 mínútna símtal í gegnum Ostel.co og borga fyrir gagnamagnið (miðað við mína útreikninga og verðskrá hjá Símafélaginu) heldur en að hringja hefðbundið símtal í gegnum farsímakerfið.

Eigum við ekki öll að færa okkur yfir?

 

Tryggt öryggi upplýsinga með frjálsum hugbúnaði

Snjallsíminn er eitt helsta tæki næstu kynslóða í samskiptum og samvinnu. Snjallsíminn er aftur á móti stórt skref aftur á bak hvað varðar persónuvernd, nafnleynd og öryggi.

Einstaklingar og/eða fyrirtæki sem vinna með viðkvæmar upplýsingar geta orðið fyrir óbætanlegum skaða ef upplýsingarnar komast í hendur óviðeigandi aðila. Hvort sem það er lögfræðingur, stjórnmálamaður, blaðamaður eða Jóna og Jói á götunni. Stjórnmálamaðurinn vill hugsanlega eiga leynd samskipti við sinn aðstoðarmann og ef ske kynni að hann sendi óvart  póst á alla fjölmiðla landsins, þá væri gott að innihald póstsins væri ólæsilegt öðrum en aðstoðarmanni hans. Lögfræðingur getur verið að vinna með viðkvæmar upplýsingar í viðskiptum eða sakamáli og vill geta sent tölvupóst eða skilaboð sem aðeins skjólstæðingur hans getur lesið. Blaðamaður hefur þörf á að vernda heimildamenn og vill  geta átt símtal við heimildamenn sem ekki er hægt að hlera og svo mætti lengi telja.

Með nútímatækni eru samskipti okkar sífellt að eiga sér stað með fleiri tækjum, hvort sem það er farsíminn, tölvan eða spjaldtölvan. Við erum kominn með Snapchat, Google Hangouts, Ichat, Viber og vistum skjöl í Dropbox. En hvort sem við viljum auka persónuleynd okkar á netinu  eða verja mikilvæg samskipti og upplýsingar þá er hægt að efla okkar gagnaöryggi með frjálsum og ókeypis forritum.

Öryggi upplýsinga
Öryggi upplýsinga

Hvernig fer ég þá að ef ég vil taka rafæn samskipti mín á næsta stig? Förum stuttlega yfir þau forrit sem bjóða upp á aukna persónuvernd og hvernig við notum þau og byrjum á tölvupóstinum. Þegar við eigum samskipti með viðkvæmar upplýsingar og viljum tryggja að eingöngu réttur viðtakandi geti lesið póstinn þá er hægt að dulkóða póstinn með Enigma viðbót (plugin) í t.d Thunderbird póstforritinu. Með viðbótinni býrð þú til einkalykil og opinberan lykil. Ef einhver vill senda þér dulkóðaðan póst sem aðeins þú getur lesið þá notar hann opinbera lykilinn þinn til að dulkóða póstinn. Með þessu móti getur aðeins þú opnað póstinn þar sem aðeins þinn einkalykill getur opnað skilaboð sem dulkóðuð eru með opinbera lyklinum þínum. Með sama hætti sendir þú dulkóðað skeyti á viðtakanda með opinbera lyklinum hans. Allt hljómar þetta nú flókið og leyniþjónustulegt en í raun er um einfalda uppsetningu að ræða og auðvelda í framkvæmd. Engin þörf á að hringja í Q. Þú getur lesið leiðbeiningar hvernig Enigma er sett upp hér: https://emailselfdefense.fsf.org/en/

En við notum einnig sms samskipti og spjallforrit eins og Google Hangouts bæði í síma og tölvunni. Það eru til frjáls og opin forrit sem bjóða upp á dulkóðuð samskipti. Sem dæmi er hægt að sækja forrit fyrir Android og Iphone  sem heitir Chatsecure https://chatsecure.org/ og býður upp á dulkóðuð samskipti í gegnum Google notandareikninga. Svo framarlega að notendur séu með sambærilegt forrit uppsett á sínum síma (annars eru samskiptin ódulkóðuð). Hægt er að setja upp fleiri reikninga eins og Facebook chat, Windows Messenger (MSN) og margt fleira. Einn staður fyrir öll skilaboð.

Ef þú vilt senda dulkóðuð SMS skilaboð þá er hægt að sækja forritið TextSecure. Sé móttakandinn með sama forrit er hægt að senda dulkóðað SMS sem aðeins hann getur lesið. Ef einhver kæmist í SMS skilaboðin hjá símafélaginu þá væru þau ólæsileg.

Fyrir tölvuna er hægt að sækja forritið Pidgin https://pidgin.im/ fyrir Linux, makka og Windows og notað forritið sem spjall fyrir Facebook, Google Hangouts, Windows Messenger (MSN) og fleira. Pidgin dulkóðar samskiptin eins og Chatsecure, svo framarlega sem móttakandinn er einnig með sambærilegt forrit. Eitt annað forrit sem hægt er að nota í símanum og tölvunni og er ekki ósvipað Viber er Telegram en ólíkt Viber getur Telegram dulkóðað samskipti á milli notanda sem tala saman kjósi þeir það.

Munið þið eftir nafnleyndinni sem símaklefi bauð upp á? Nú er það einnig hægt í gegnum farsímann. Hringja símtöl sem fara ekki í gegnum farsímakerfið, eru ekki skráð og ekki hægt að hlera. Það er einfaldara en þú heldur. Ef þú vilt skoða frekar að efla öryggi samskipta í gegnum símann þá er hægt að skoða heimasíðu The Guardian Project en þar er að finna yfirlit yfir öll þessi forrit og hvernig þau eru sett upp með mjög einföldum hætti. https://guardianproject.info/

Meira um dulkóðun í spjallforritum í tölvunni eða símanum er hægt að lesa hér: http://freedomhacker.net/secure-chat-on-ios-android-and-computer/

Viltu skoða málið frekar en vantar aðstoð? Hafðu þá samband.

Frjáls hugbúnaður, er það ekki bara vesen?

Nú þegar fyrirtæki eins og Microsoft og Adobe farin að selja sína vörur með áskriftaleið þá eru fyrirtæki og einstaklingar farin að skoða hvort það séu ekki til aðrir valkostir. Einn kostur sem hægt er reyna til að ná aukinni hagræðingu er að færa tölvubúnað úr dýrum leyfisskyldum hugbúnaði yfir í frjálsan (ókeypis) og opinn hugbúnað.

Engin leyfisgjöld fylgja frjálsum hugbúnaði og notendum er frjálst að deila, breyta og fjölfalda hugbúnaðinn.  Leyfisskyldur hugbúnaður gerir oft meiri kröfur til vélbúnaðar og krefst að auki nauðsynlegra forrita eins og vírusvarna og skrifstofuvöndla. Því er vert að skoða frjálsan og opinn hugbúnað sem má setja upp á eins margar vélar og kostur er án nokkurs aukakostnaðar eða leyfisgjalda. Einnig er frjáls hugbúnaður oft léttari í keyrslu, öruggur gegn vírusum og gefur notendum kost á að vinna í hraðvirku kerfi sem krefst minni umsýslu og umsjónar og umfram allt nýtir slíkur hugbúnaður eldri vélbúnað lengur — hægt er að ná fleiri kílómetrum á hverja tölvu, ef svo má segja.

Hvernig er best að byrja?
Skrifstofuvöndullinn
Einfaldasta leiðin til að ná strax sparnaði án þess hreyfa við núverandi uppsetningu tölvukerfa er að byrja á að nota LibreOffice í stað t.d. Microsoft Office. LibreOffice virkar á öll stýrikerfi og með því að setja upp LibreOffice á tölvur er hægt að spara leyfissgjöld á Microsoft Office sem getur verið talsverð upphæð á hverju ári.

Tölvupóstur
Næsta skref væri að setja upp Evolution eða Thunderbird tölvupóst forritið og með því móti losað Lotus Notes eða MS Outlook. Sem dæmi tengist Evolution MS Exchange þjónum og getur hann því komið í stað Microsoft Outook.

Skjalastjórnunarkerfi
Fjölmörg fyrirtæki treysta á skjalastjórnunarkerfi til að halda utan um skjöl fyrirtækisins og verkefni. Oft eru leyfisskyld skjalastjórnunarkerfi mjög tengt öðrum forritum eins og t.d. Lotus Notes og MS Office skrifstofuvöndullinn en fjölmargar frjálsar lausnir eru fáanlegar hvort sem notað er frjálsforriti eða ekki.

Er hægt að gera meira?
Þegar starfsmenn eru farnir að nota libreOffice fyrir skjalavinnslu og Thunderbird fyrir tölvupóst þá er lítið mál að taka næsta skref og setja upp Ubuntu/linux stýrikerfi á tölvur fyrirtækisins og spara með því leyfissgjöld fyrir Windows. Allar uppfærslur á Ubuntu/Linux stýrikerfinu eru ókeypis. Vinna starfsmanna er í síauknu mæli farin að eiga sér stað í gegnum vef-vafra og í mörgum tilvikum þarf starfsmaður eingöngu að komast á netið og nálgast tölvupóstinn til að vinna, þá er stýrikerfið sem hann vinnur á oft aukaatriði. Hvers vegna ekki velja þá stýrikerfið sem er ókeypis.

Frjáls og opin hugbúnaður

Microsoft Office: LibreOffice
LibreOffice skrifari (word), töflureiknir, teikniforrit, glæruforrit og gagnagrunnur og allt er það ókeypis. LibreOffice opnar og vistar Microsoft Office-skjöl og því hægt að deila skjölunum með samstarfsfélögum sem nota Microsoft Office.

Microsoft Outlook: Evolution / Thunderbird
Öflugt póstforrit með dagbók er mikilvægt verkfæri fyrir hverja stofnun og fyrirtæki. Í Ubuntu/Linux er fáanlegur fjöldi póstforrita sem leysa Microsoft Outlook af hólmi og nefnum við hér tvö. Fyrra forritið hefur svipað viðmót og og MS Outlook og heitir Evolution. Evolution getur tengst Microsoft Mail exchance-þjónum og hefur öfluga dagbók og verkefnaskrá (taskslist). Annað forrit er hið öfluga og þekkta póstforrit Thunderbird en einnig er hægt að bæta við dagbókarforriti í Thunderbird og því fátt eftir nema að byrja að vinna!

Oracle mannauðsstjórnunarkerfi: WaypointHR
Þegar starfsmönnum í fyrirtækjum fer fjölgandi er nauðsynlegt að nota mannauðsstjórnunarkerfi til að halda utan um upplýsingar starfsfólks. WaypointHR er frjálst forrit sem kostar ekki krónu og hægt að setja upp á þinn eigin netþjón. Viðmótið er á netinu og er einfalt og notendavænt.

Bókhalds og launakerfi: SQL-Ledger
Það eru fjölmargir valmöguleikar þegar kemur að bókhalds- og launakerfi í Ubuntu/Linux; eitt þeirra er SCL-Ledger og er frjálst forrit, aðgengilegt í gegnum alla netvafra og býður upp á fjölda möguleika.

Microsoft Publisher: LibreOffice Draw / Scribus
LibreOffice Draw er fjölhæft teikniforrit sem býður upp á fjölda leiða til að teikna, setja upp og hanna. Einnig er til öflugt umbrotsforrit sem heitir Scribus og er ekkert ósvipað og Adobe Indesign þar sem hægt er t.d. að setja upp tímarit, bækur og bæklinga.

Adobe Photoshop: Gimp
Ef hægt er að gera það í Photoshop er hægt að gera það í Gimp (svona nánast), öflugasta myndvinnsluforritið sem kostar ekki krónu.

MindManager / Xmind: Freemind
Þegar þankarok hefst eða unnið er með flóknar hugmyndir eða verkefni er fátt betra en að nota hugarkortsforrit sem heldur utan um hugmyndir og auðveldar flokkun verkefna. FreeMind er frjálsa og opna útgáfan sem fáanleg er á Ubuntu/Linux og Windows en fleiri valmöguleikar eru einnig til.

Creative Commons License
Frjáls hugbúnaður is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.
Permissions beyond the scope of this license may be available at birgir.org.

Að stækka ljósmyndir – Gimp vs. Photoshop vs. Qimage – (á ensku)

Hér er ein grein sem ég skrifaði á gamla bloggið mitt, reyndar á ensku en læt flakka hér.

One thing I have to do more often then not is enlarge my digital prints for printing. Unlike with traditional film which you can scan on a flatbed scanner and get incredible resolution for printing, I have to use Gimp or Photoshop to enlarge my prints for the final print size. Most of the time I am not enlarging my prints by that much but since I am using the Sigma Sd-14 Digital camera with the Foveon censor and it only has 4.6MP I have to enlarge most of my prints by some degree for printing. The Sigma Foveon digital files do enlarge extremely well and outperform other cameras with higher Megapixels count. But what if I wanted to make a print 63x42cm? Enlarging a digital SD-14 file from 2640×1760 pixels (4.6mp) to 7500×5000 pixels (36mp) is no problem for Foveon but I need a program to enlarge the print. How well will the open source Gimp performe up against Photoshop CS2 and Qimage (version. 2010.210)? Well lets find out.

I started out with the native resolution Sigma file and enlarged them in Gimp, Photoshop and Qimage. Lets see the results, you are looking at a small area in the print at 200% resolution or zoom in Gimp.

SDIM2463-Gimp-enlarge
Enlarged with Gimp
SDIM2463-PS-enlarg-sharpen
Enlarged with Photoshop – Bicubic sharper
SDIM2463-Qimage-enlarge
Qimage – Hybrid enlarged

 My conclusions
Qimage creates the best version with a cleaner, sharper and less pixalated image. Gimp comes second and then Photoshop. But have in mind when I enlarged the file in Photoshop I used Bicubic sharper setting instead of Bicubic smoother. When I enlarged the file in CS2 via bicubic Smoother it created a better photo than Gimp. But not by much. Does this mean Gimp is crap? No not at all, the difference was minor and hardly visable. When I printed these files on photographic paper via Epson 1270 printer and from a normal viewing distance it was hard to tell them apart but there is a small difference. The Gimp and Photoshop image look the same while the Qimage program clearly does a better job.

If you want to make your own print and download my A4 test print which I used for evaluation. The test print show the three version at print resolution of 7500×5000 but only the area I was looking at. Also if you want to redo this test you can download the original Sigma file in it’s native resolution.

Now I only need to get Qimage to work on Ubuntu via Wine.

————————–

Update 9. maí  2013

I have decided to revisit my old post about enlarging photos with Gimp vs. Photoshop and Qimage since I found out there is a better way to enlarge photos, albeit more CPU heavy, in Gimp. In my old post I enlarged photos in Gimp using Cubic interpolation but after some reserch I have found out that Sinc (Lanczos3) does a far better job when enlarging. To check this out I decided to revisit the old test and enlarge the photo once more but this time with Sinc interpolation.

As before I started out with the native resolution Sigma file and enlarged them in Gimp, Photoshop and Qimage. Lets see the results, you are looking at a small area in the print at 200% resolution or zoom in Gimp. The first photo is the one enlarged with Gimp using Sinc (Laczos3), then the Cubic in Gimp, then Photoshop and finally Qimage.

Gimp enlarged with Sinc (Laczos3) interpolation.
Gimp enlarged with Sinc (Laczos3) interpolation.
SDIM2463-Gimp-enlarge
Enlarged with Gimp
SDIM2463-PS-enlarg-sharpen
Enlarged with Photoshop – Bicubic sharper
SDIM2463-Qimage-enlarge
Qimage – Hybrid enlarged

 My conclusions again
Qimage still creates the best version with a cleaner, sharper and less pixalated image. But Gimp using Sinc (Laczos3) interpolation is pretty darn close. Qimage still has the edge but by so little. The final output from Gimp using Sinc looks almost identical to the Photoshop version using Bicubic smoother. Have in mind I am using PS cs2 which is a rather old program and the new Photoshop version probably has something new when it comes to enlarging. But why bother when Gimp can produce excellent result with Sinc interpolation almost rivaling the result from Qimage.

I also did a print test on photographic paper via Epson 1270 printer and from a normal viewing distance it was hard to tell them apart but there is a small difference. The Gimp and Qimage prints are very close and I see no need to use Qimage over Gimp for enlarging photos.

If you want to redo this test you can download the original Sigma file in it’s native resolution.

Now I have no longer a need to get Qimage to work on Ubuntu via Wine. It just no longer is an issue.

Creative Commons License
Enlarging photos with GIMP is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License.
Permissions beyond the scope of this license may be available at birgir.org.